Bandaríski bankinn Citigroup skilaði rúmlega 5,3 milljarða dala hagnaði á síðasta fjórðungi 2006. Þetta jafngildir 369,7 milljarða króna hagnaði á fjórðungnum sem er 26 prósenta samdráttur á milli ára. Hagnaður bankans á árinu í heild nam jafnvirði 1.660 milljörðum króna, sem er 12 prósentum minna en árið 2005.
Tekjur bankans á árinu námu 89,6 milljörðum dala eða 6.251 milljörðum íslenskra króna og hafa þær aldrei verið meiri.
Að sögn forsvarsmanna Citigroup hefði hagnaður bankans verið meiri hefði ekki verið fyrir hærri rekstrarkostnað hjá bankanum í Japan auk annarra kostnaðarliða á fjórðungnum.
Bankinn keypti stóra hluti í kínverska Guangdong þróunarbankanum og Grupo Cuscatlan bankanum í Mið-Ameríku í fyrra. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Charles Prince, forstjóra bankans, að horft verði til frekari kaupa á fjármálafyrirtækjum á nýju ári.
Samdráttur hjá Citigroup
Mest lesið

Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin
Viðskipti erlent

Að segja upp án þess að brenna brýr
Atvinnulíf

Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð
Viðskipti innlent

Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina
Neytendur

Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er
Viðskipti erlent

Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent

Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila
Viðskipti innlent

Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað
Viðskipti erlent

Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu
Viðskipti innlent

„Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“
Viðskipti innlent