Hagvöxtur í Kína jókst um 10,7 prósent á síðasta ári. Þetta er 0,2 prósentustigum meira en greinendur gerðu ráð fyrir og hefur hann ekki verið meiri síðan árið 1995, samkvæmt útreikningum kínversku hagstofunnar. Mesti vöxturinn var mestur í fjárfestingum og útflutningi.
Þetta er fjórða árið í röð sem hagvöxtur mælist rúm 10 prósent, að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC, sem bendir á að stjórnvöld hafi áhyggjur af þróun mála og telja hagkerfið geta ofhitnað. Hafi þau gripið til aðgerða til að draga úr honum á næstu árum.