Væntingar Þjóðverja til efnahagsmála í janúar drógust lítillega saman á milli mánaða. Helst er um að kenna hækkun á virðisaukaskatti í 19 prósent, sem tók gildi í Þýskalandi um áramótin.
Vísitalan mældist 107,9 stig í þessum mánuði en var 108,7 stig í desember.
Niðurstaðan kom greinendum á óvart enda var væntingavísitalan með hæsta móti á síðasta ári og hafði ekki mælst hærri í 16 ár í desember í fyrra. Gerðu þeir því ráð fyrir nokkru meiri hækkun nú en áður.
Greinendur eru engu að síður bjartsýnir og gera ráð fyrir því að væntingar Þjóðverja aukist eftir því sem líður á árið.