Phoenix setti félagsmet 27. janúar 2007 12:15 Steve Nash og Raja Bell, tveir bestu leikmenn Phoenix í nótt, ræðast hér við. MYND/Getty Phoenix setti nýtt félagsmet í nótt með 16. sigri sínum í röð í NBA-deildinni. Það var Milwaukee sem lá í valnum í nótt, en allir byrjunarliðsleikmenn Phoenix í leiknum skoruðu yfir 10 stig. Shaquille O´Neal byrjaði sinn fyrsta leik fyrir Miami í langan tíma, en hafði ekki þau áhrif sem vonast var eftir á lið sitt. 98-90 sigur Phoenix á Milwaukee var í raun aldrei í hættu því um leið og leikmenn Milwaukee gerðu sig líklega til að komast inn í leikinn bættu leikmenn Phoenix á bensíngjöfina og juku við forskotið. Pheonix hefur nú unnið 32 af síðustu 34 leikjum sínum. Raja Bell var stigahæstur liðsins í nótt með 27 stig. Miami sótti ekki gull í greipar í heimsókn sinni til New York, þrátt fyrir að Shaquille O´Neal hafi verið í byrjunarliði meistaranna eftir að hafa átt við meiðsli að stríða síðustu vikur og mánuði. Hann réð ekkert við Jamal Crawford hjá New York í leiknum, sem skoraði alls 52 stig - það mesta sem hann hefur skorað á sínum ferli. Lokatölur urðu 116-96 fyrir New York. Dwane Wade gerði það sem hann gat fyrir Miami og skoraði 37 stig. Atlanta lagði Orlando af velli, 93-90. Joe Johnson átti stórleik fyrir Atlanta og skoraði 39 stig en hjá Orlando var Juwan Howard atkvæðamestur með 19 stig. Cleveland vann Philadelphia 105-99, þrátt fyrir að spila án LeBron James sem er meiddur. Drew Gooden skoraði 21 stig fyrir Cleveland, sem vann upp 17 stiga forystu Philadelphia í síðari hálfleik. Toronto vann sigur á Boston á heimavelli sínum, 96-90. Chris Bosh skoraði 26 stig fyrir Toronto en Richard Jefferson skoraði 20 stig fyrir Boston. Antawn Jamison skoraði 35 stig fyrir Washington sem vann nauman en góðan sigur á Detroit, 99-96. Richard Hamilton skoraði 27 stig fyrir Detroit. San Antonio átti ekki í erfiðleikum með Memphis og sigraði með 112 stigum gegn 96. Tim Duncan skoraði 26 stig. Houston burstaði Portland með 30 stiga mun, 99-69, þar sem Tracy McGrady skoraði 28 stig. 37 stig frá Carmelo Anthony dugðu ekki til fyrir Denver þegar Utah kom í heimsókn, því gestirnir fóru með 116-111 sigur af hólmi. Carlos Boozer var stigahæstur hjá Utan með 25 stig. LA Lakers tapaði á heimavelli fyrir Charlotte 106-97 eftir framlengdan leik. Kobe Bryant skoraði 32 stig fyrir Lakers en Matt Carroll var með 24 fyrir Charlotte. Þá vann Seattle Minnesota 102-100 þar sem Ray Allen skoraði 36 stig. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Sjá meira
Phoenix setti nýtt félagsmet í nótt með 16. sigri sínum í röð í NBA-deildinni. Það var Milwaukee sem lá í valnum í nótt, en allir byrjunarliðsleikmenn Phoenix í leiknum skoruðu yfir 10 stig. Shaquille O´Neal byrjaði sinn fyrsta leik fyrir Miami í langan tíma, en hafði ekki þau áhrif sem vonast var eftir á lið sitt. 98-90 sigur Phoenix á Milwaukee var í raun aldrei í hættu því um leið og leikmenn Milwaukee gerðu sig líklega til að komast inn í leikinn bættu leikmenn Phoenix á bensíngjöfina og juku við forskotið. Pheonix hefur nú unnið 32 af síðustu 34 leikjum sínum. Raja Bell var stigahæstur liðsins í nótt með 27 stig. Miami sótti ekki gull í greipar í heimsókn sinni til New York, þrátt fyrir að Shaquille O´Neal hafi verið í byrjunarliði meistaranna eftir að hafa átt við meiðsli að stríða síðustu vikur og mánuði. Hann réð ekkert við Jamal Crawford hjá New York í leiknum, sem skoraði alls 52 stig - það mesta sem hann hefur skorað á sínum ferli. Lokatölur urðu 116-96 fyrir New York. Dwane Wade gerði það sem hann gat fyrir Miami og skoraði 37 stig. Atlanta lagði Orlando af velli, 93-90. Joe Johnson átti stórleik fyrir Atlanta og skoraði 39 stig en hjá Orlando var Juwan Howard atkvæðamestur með 19 stig. Cleveland vann Philadelphia 105-99, þrátt fyrir að spila án LeBron James sem er meiddur. Drew Gooden skoraði 21 stig fyrir Cleveland, sem vann upp 17 stiga forystu Philadelphia í síðari hálfleik. Toronto vann sigur á Boston á heimavelli sínum, 96-90. Chris Bosh skoraði 26 stig fyrir Toronto en Richard Jefferson skoraði 20 stig fyrir Boston. Antawn Jamison skoraði 35 stig fyrir Washington sem vann nauman en góðan sigur á Detroit, 99-96. Richard Hamilton skoraði 27 stig fyrir Detroit. San Antonio átti ekki í erfiðleikum með Memphis og sigraði með 112 stigum gegn 96. Tim Duncan skoraði 26 stig. Houston burstaði Portland með 30 stiga mun, 99-69, þar sem Tracy McGrady skoraði 28 stig. 37 stig frá Carmelo Anthony dugðu ekki til fyrir Denver þegar Utah kom í heimsókn, því gestirnir fóru með 116-111 sigur af hólmi. Carlos Boozer var stigahæstur hjá Utan með 25 stig. LA Lakers tapaði á heimavelli fyrir Charlotte 106-97 eftir framlengdan leik. Kobe Bryant skoraði 32 stig fyrir Lakers en Matt Carroll var með 24 fyrir Charlotte. Þá vann Seattle Minnesota 102-100 þar sem Ray Allen skoraði 36 stig.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Sjá meira