Þýski fjarskiptarisinn Deutsche Telekom segir hagnað fyrirtækisins geta orðið lægri á yfirstandandi rekstrarári en áður hafi verið áætlað vegna harðnandi samkeppni á þýska símamarkaðnum og óhagstæðs gengismunar.
Fyrirtækið gerir ráð fyrir að hagnaðurinn í ár muni nema 19 milljörðum evra, rúmum 1,700 milljörðum íslenskra króna, en áður hafði verið gert ráð fyrir 700 milljónum evrum meira. Það svarar til 63 milljörðum evrum meira.