Grey's Anatomy stjarnan Ellen Pompeo, sem leikur Dr. Meredith Grey í þáttaröðinni vinsælu, hefur gert nýjan samning við ABC. Er samningurinn metinn á næstum 200 þúsund dollara fyrir hver þátt, en það jafngildir rúmum 13,5 milljónum króna. Eru um 20 þættir í hverri seríu.
Aðrir leikarar í þáttunum, þau James T. Pickens Jr., Chandra Wilson, Justin Chambers og T.R. Knight, hafa einnig gert nýjan samning upp á 125 þúsuns dollara á þátt hvert.
Ekki er ljóst hver samningsupphæð Isaiah Washington er, en talið er að hann haldi leik sínum í þáttunum áfram án launahækkunar vegna orða sem hann lét falla í garð samkynhneygðra.
Patrick Dempsey, Sandra Oh og Katherine Heigl eru ennþá að vinna að samningum sínum.