Hlutabréf lækka í Evrópu 14. mars 2007 11:36 Úr þýsku kauphöllinni. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa á helstu fjármálamörkuðum í Evrópu lækkuðu nokkuð í dag. Mesta lækkunin var á gengi bréfa í stórum alþjóðlegum fjármálafyrirtækjum á borð við Credit Suisse, sem lækkaði um 2,8 prósent, og Deutsche Bank, sem lækkaði um 3,4 prósent. Lækkanirnar eru tengdar lækkunum á Wall Street í Bandaríkjunum í gær en íbúðalánamarkaðurinn vestanhafs dró helstu vísitölur niður í gær. Franska CAC-vísitalan hefur lækkað um 1,7 prósent það sem af er dags en þýska DAX-vísitalan hefur farið niður um 1,6 prósent. Þá gætir nokkurrar lækkunar í Bretlandi. Hún er engu að síður ekki jafn mikil og á öðrum mörkuðum. Down Jones og Nasdaq-vísitölurnar lækkuðu um tæp tvö prósent við lokun markaða í Bandaríkjunum í gær eftir að fyrirtæki á íbúðalánamarkaði urðu fyrir barðinu á mikilli aukningu vanskila þar í landi. Verst fóru þó fyrirtæki sem veita íbúðalán til fólks með slæma greiðslustöðu og hafa lent í erfiðleikum í bankakerfinu. Getur svo farið að margar fjármálastofnanir verði að afskrifa stór útlán vegna vanskila fólks. Segja fjölmiðlar vestra að vanskil hafi ekki verið með verra móti í 37 ár. Lækkanir eru sömuleiðis í Kauphöll Íslands en úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,92 prósent frá opnun markaðarins í dag. Gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hefur lækkað mest, um 3,82 prósent. Næstmesta lækkunin er á gengi bréfa í Glitni banka, 2,57 prósent. Engar hækkanir eru í Kauphöllinni. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi hlutabréfa á helstu fjármálamörkuðum í Evrópu lækkuðu nokkuð í dag. Mesta lækkunin var á gengi bréfa í stórum alþjóðlegum fjármálafyrirtækjum á borð við Credit Suisse, sem lækkaði um 2,8 prósent, og Deutsche Bank, sem lækkaði um 3,4 prósent. Lækkanirnar eru tengdar lækkunum á Wall Street í Bandaríkjunum í gær en íbúðalánamarkaðurinn vestanhafs dró helstu vísitölur niður í gær. Franska CAC-vísitalan hefur lækkað um 1,7 prósent það sem af er dags en þýska DAX-vísitalan hefur farið niður um 1,6 prósent. Þá gætir nokkurrar lækkunar í Bretlandi. Hún er engu að síður ekki jafn mikil og á öðrum mörkuðum. Down Jones og Nasdaq-vísitölurnar lækkuðu um tæp tvö prósent við lokun markaða í Bandaríkjunum í gær eftir að fyrirtæki á íbúðalánamarkaði urðu fyrir barðinu á mikilli aukningu vanskila þar í landi. Verst fóru þó fyrirtæki sem veita íbúðalán til fólks með slæma greiðslustöðu og hafa lent í erfiðleikum í bankakerfinu. Getur svo farið að margar fjármálastofnanir verði að afskrifa stór útlán vegna vanskila fólks. Segja fjölmiðlar vestra að vanskil hafi ekki verið með verra móti í 37 ár. Lækkanir eru sömuleiðis í Kauphöll Íslands en úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,92 prósent frá opnun markaðarins í dag. Gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hefur lækkað mest, um 3,82 prósent. Næstmesta lækkunin er á gengi bréfa í Glitni banka, 2,57 prósent. Engar hækkanir eru í Kauphöllinni.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira