Viðsnúningur hjá General Motors 14. mars 2007 12:38 Rick Wagoner, forstjóri GM. Mynd/AFP Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors skilaði 950 milljóna dala, eða 64,6 milljarða króna, hagnaði í fjórða ársfjórðungi í fyrra samanborið við 6,6 milljarða dala, jafnvirði 448,7 milljarða króna, tap á sama tíma ári fyrr. Ljóst þykir að viðamikil endurskipulagning í rekstri fyrirtækisins og snörp beiting niðurskurðarhnífsins hafi skilað árangri á síðasta ári. Tekjur General Motors drógust hins vegar lítillega saman á tímabilinu. Þær námu 51,2 milljörðum dala, 3.480 milljörðum íslenskra króna, samanborið við 51,7 milljarða dali, 3.515 milljarða dali á sama fjórðungi árið 2005, samkvæmt nýjustu afkomutölum fyrirtækisins. Fritz Henderson, fjármálastjóri General Motors, segir viðsnúnginn hafa náðst með miklum uppsögnum í framleiðsludeildum fyrirtækisins en auk þess hafi verið dregið úr kostnaði við markaðsetningu. Fyrirtækið sagði upp 34.000 starfsmönnum síðastliðið haust og ákvað að loka 12 verksmiðjum í kjölfar taprekstrar í fyrra. Endurskipulagningu á rekstri fyrirtækisins er hvergi nærri lokið og gera greinendur í Bandaríkjunum ráð fyrir því að það muni skila áframhaldandi taprekstri á þessu ári. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors skilaði 950 milljóna dala, eða 64,6 milljarða króna, hagnaði í fjórða ársfjórðungi í fyrra samanborið við 6,6 milljarða dala, jafnvirði 448,7 milljarða króna, tap á sama tíma ári fyrr. Ljóst þykir að viðamikil endurskipulagning í rekstri fyrirtækisins og snörp beiting niðurskurðarhnífsins hafi skilað árangri á síðasta ári. Tekjur General Motors drógust hins vegar lítillega saman á tímabilinu. Þær námu 51,2 milljörðum dala, 3.480 milljörðum íslenskra króna, samanborið við 51,7 milljarða dali, 3.515 milljarða dali á sama fjórðungi árið 2005, samkvæmt nýjustu afkomutölum fyrirtækisins. Fritz Henderson, fjármálastjóri General Motors, segir viðsnúnginn hafa náðst með miklum uppsögnum í framleiðsludeildum fyrirtækisins en auk þess hafi verið dregið úr kostnaði við markaðsetningu. Fyrirtækið sagði upp 34.000 starfsmönnum síðastliðið haust og ákvað að loka 12 verksmiðjum í kjölfar taprekstrar í fyrra. Endurskipulagningu á rekstri fyrirtækisins er hvergi nærri lokið og gera greinendur í Bandaríkjunum ráð fyrir því að það muni skila áframhaldandi taprekstri á þessu ári.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira