Greinendur í Bandaríkjunum eru sammála um að miklar líkur séu á því að Seðlabanki Bandaríkjanna ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum. Bankastjórnin fundar um málið í dag og greinir frá ákvörðun sinni síðdegis.
Helsta ástæðan fyrir spánni er hæging á efnahagslífinu þrátt fyrir aukinn verðbólguþrýsting og aukin vanskil á fasteignalánamarkaði vestanhafs.
Víst þykir að markaðsaðilar rýni vel í ummæli Ben Bernankes, seðlabankastjóra Bandaríkjanna, þegar hann greinir frá niðurstöður af vaxtaákvörðunarfundi bankastjórnarinnar í dag.
Fjármálamarkaðurinn í Bandaríkjunum þykir einkar viðkvæmur fyrir hvers kyns vísbendingum um þrengingar í efnahagslífinu, ekki síst eftir að dýfuna sem varð í kjölfar aukinna vanskila á fasteignalánamarkaði. Sú dýfa hafði áhrif á fjármálamarkaði víða um heim. Ákveði bankinn hins vegar að hækka stýrivextina telja greinendur miklar líkur á enn frekari þrengingum í bandarísku efnahagslífi.