Viðskipti innlent

Actavis enn í baráttunni um Merck

Actavis er enn með í samkeppninni um yfirtöku á samheitalyfjahluta þýska lyfjafyrirtækisins Merck. Orðrómur er uppi um að fyrirtækið hafi dregið sig úr samkeppninni ásamt bandaríska fyrirtækinu Mylan. Þannig greinir fréttavefur Forbes og Economic Times frá í dag. Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri innri- og ytri samskipta Actavis, vísar því á bug.

Halldór segir viðræður Actavis og Merck enn í gangi. „Það hafa verið vangaveltur um þetta í erlendum miðlum. En það er ekki rétt. Við eigum enn í viðræðum við þá og höfum áhuga á félaginu fyrir rétt verð," segir hann.

Að sögn Forbes í dag segir að fækkað hafi í baráttunni um samheitalyfjahluta Merck. Þannig hafi Mylan dregið sig úr baráttunni auk þess sem indverska félagið Ranbaxy hætti við í byrjun vikunnar.

Eftir standa ísraelska félögin Teva, Torrent Pharma auk nokkurra fjárfestingasjóða og Actavis.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×