Viðskipti innlent

Félag Atorku Group með meirihluta í Romag

Renewable Energy Resources hefur eignast 22,1% í fyrirtækinu Romag, sem er leiðandi framleiðanda á sérhæfðum glerlausnum sem nýta birtu til rafmagnsframleiðslu og framleiðir auk þess skotheld öryggisgler fyrir byggingar og farartæki. Renewable Energy Resources er í eigu Atorku Group og sérhæfir sig í fjárfestingum í endurnýjanlegri orku.

Aðrar eignir Renewable Energy Resources eru Jarðboranir sem eru leiðandi félag við öflun jarðvarma, einkum á sviði háhita á Íslandi og 16% eignarhlutur í Enex sem starfar aðallega í þróunarverkefnum á sviði jarðvarma.

Atorka jók við hlut sinn í Romag í síðustu viku og fór með 16% eignarhlut í fyrirtækinu. 

Renewable Energy Resources kaupir alla hluti Atorku í Romag ásamt því að kaupa 3.200.000 viðbótarhluti. Alls á félagið því 10.083.299 hluti í Romag sem jafngildir 22,1% hlutafjár. Kaupverð nemur 2,4 milljörðum króna og eru fjármögnuð með handbæru fé og lánsfé, að því er segir í tilkynningu um kaupin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×