Ástralska lággjaldaflugfélagið Jetstar, dótturfélag ástralska flugfélagsins Qantas, hefur keypt níu farþegaflugvélar frá evrópska flugvélaframleiðandanum Airbus. Kaupverð er ekki gefið upp. Qantas horfir til þess að halda markaðsráðandi stöðu sinni með kaupunum.
Breska ríkisútvarpið, BBC, segir samkeppni á ástralska lággjaldamarkaðnum hafa aukist nokkuð á árinu eftir að flugfélagið Tiger Airway, dótturfélag Singapore Airlines, fékk flugrekstrarleyfi í landinu. Þá mun lággjaldaflugfélagið Virgin Blue, dótturfélag bresku samstæðunnar Virgin Group, hafa í bígerð að nema land í Ástralíu.
Flugvélarnar sem Jetstar keypti eru af gerðinni A320 og verða afhentar síðar á árinu.
Qantas, sem hefur 65 prósenta markaðshlutdeild á ástralska markaðnum, hefur brugðist við aukinni samkeppni með ýmsu móti. Þar á meðal með kaupum á átta A380 risaþotum frá Airbus.
Qantas stækkar flugflotann

Mest lesið

Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans
Viðskipti innlent


Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic
Viðskipti erlent

Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili
Viðskipti innlent

Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta
Viðskipti innlent

Þjónustudagur Toyota
Samstarf


Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní
Viðskipti innlent

„Þetta er framar okkar björtustu vonum“
Viðskipti innlent

Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“
Viðskipti innlent