Verðbólga mældist 1,9 prósent á evrusvæðinu í þessum mánuði, samkvæmt bráðabirgðaútreikningum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Þetta er 0,1 prósentustigi meira en í febrúar.
Þetta er í takt við verðbólguspá evrópska seðlabankans sem gerði ráð fyrir því að verðbólga yrði undir tveggja prósentustiga verðbólgumarkmiði bankans. Þrátt fyrir hækkaði bankinn stýrivexti um fjórðung úr prósenti í byrjun þessa mánaðar. Stýrivextir á evrusvæðinu standa í 3,75 prósentum og hafa ekki verið hærri í fimm og hálft ár.
Evrópusambandið segir að verðbólga sé í nokkuð föstum skorðum á evrusvæðinu, ekki síst eftir að virðisaukaskattur var hækkaði um þrjú prósent í Þýskalandi um áramótin.