Viðskipti innlent

Actavis á meðal líklegustu kaupenda á Merck

Mestar líkur eru á að lyfjafyrirtækin Actavis og indverska félagið Torrent Pharmaceuticals muni berjast um samheitalyfjahluta þýska lyfjarisans Merck. Þetta segir bandaríska viðskiptatímaritið Forbes sem telur að kaupverð geti numið allt að sex milljörðum dala, jafnvirði rúmra 392 milljarða íslenskra króna.

Fjárhæðir á borð við 360 til 450 milljarða krónur hafa áður verið nefnd sem hugsanlegur verðmiði fyrir samheitalyfjahlutann.

Forbes hefur eftir indverska dagblaðinu Times of India að svo geti farið að verðið reynist of stór biti fyrir aðra mótbjóðendur á borð við ísraelska lyfjaframleiðandann Teva Pharmaceuticals Industries.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×