Fyrsta tap Motorola í fjögur ár 18. apríl 2007 12:45 Farsímar frá Motorola. Bandaríski farsímaframleiðandinn Motorola, annað stærsta farsímafyrirtæki í heimi, skilaði tapi upp á 181 milljón bandaríkjadala, 11,8 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi þessa árs. Fyrirtækið hefur ekki skilað taprekstri í fjögur ár en hann er að mestu tilkominn vegna verðlækkana og sölu á ódýrum farsímum. Til samanburðar skilaði fyrirtækið hagnaði upp á 686 milljónir dala, 44,7 milljarða íslenskra króna, á sama tíma í fyrra. Þá nemur tapið 8 sentum á hvern hlut í Motorola samanborið við 27 senta hagnað á hlut í fyrra. Tekjur farsímafyrirtækisins námu 5,4 milljörðum dala, 351,8 milljörðum króna, sem er 15 prósenta samdráttur frá sama tíma í fyrra. Sala fyrirtækisins nam 9,43 milljörðum dala, 614 milljörðum íslenskra króna, samanborið við 9,61 milljón dali, 626 milljarða á sama tíma í fyrra. Þetta jafngildir samdrætti upp á 1,8 prósent á milli ára. Bandaríska fréttaveitan Bloomberg bendir á að Motorola hafi tapað markaðshlutdeild til helsta keppinautarins, finnska farsímaframleiðandans Nokia. Þá mun fyrirtækið hafa einbeitt sér um of að sölu á ódýrum farsímum á nýmörkuðum, svo sem á Indlandi, í stað þess að fylgja eftir vinsældum Razr-farsímans með framleiðslu farsíma í svipuðum verðflokki, að sögn Bloomberg sem gerir ráð fyrir allt að 13 prósenta samdrætti hjá Motorola á yfirstandandi fjórðungi. Gangi það eftir verður afkoma fyrirtækisins undir væntingum á fjórðungnum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríski farsímaframleiðandinn Motorola, annað stærsta farsímafyrirtæki í heimi, skilaði tapi upp á 181 milljón bandaríkjadala, 11,8 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi þessa árs. Fyrirtækið hefur ekki skilað taprekstri í fjögur ár en hann er að mestu tilkominn vegna verðlækkana og sölu á ódýrum farsímum. Til samanburðar skilaði fyrirtækið hagnaði upp á 686 milljónir dala, 44,7 milljarða íslenskra króna, á sama tíma í fyrra. Þá nemur tapið 8 sentum á hvern hlut í Motorola samanborið við 27 senta hagnað á hlut í fyrra. Tekjur farsímafyrirtækisins námu 5,4 milljörðum dala, 351,8 milljörðum króna, sem er 15 prósenta samdráttur frá sama tíma í fyrra. Sala fyrirtækisins nam 9,43 milljörðum dala, 614 milljörðum íslenskra króna, samanborið við 9,61 milljón dali, 626 milljarða á sama tíma í fyrra. Þetta jafngildir samdrætti upp á 1,8 prósent á milli ára. Bandaríska fréttaveitan Bloomberg bendir á að Motorola hafi tapað markaðshlutdeild til helsta keppinautarins, finnska farsímaframleiðandans Nokia. Þá mun fyrirtækið hafa einbeitt sér um of að sölu á ódýrum farsímum á nýmörkuðum, svo sem á Indlandi, í stað þess að fylgja eftir vinsældum Razr-farsímans með framleiðslu farsíma í svipuðum verðflokki, að sögn Bloomberg sem gerir ráð fyrir allt að 13 prósenta samdrætti hjá Motorola á yfirstandandi fjórðungi. Gangi það eftir verður afkoma fyrirtækisins undir væntingum á fjórðungnum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira