Lofar lægri verðbólgu í Bretlandi 25. apríl 2007 09:02 Mervyn King, seðlabankastjóri Bretlands, og Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands. Mynd/AFP Mervyn King, bankastjóri Englandsbanka, segir að bankinn ætli að grípa til aðgerða til að draga úr verðbólgu og muni Bretar sjá skarpa lækkun á næstu fjórum til sex mánuðum. Verðbólga mældist 3,1 prósent í mars sem kom flestu, ekki síst bankastjórn Englandsbanka, á óvart og varð King venju samkvæmt, að skrifa stjórnvöldum bréf þar sem hann gerði grein fyrir hækkuninni. Englandsbanki ákvað fyrr í þessum mánuði að halda stýrivöxtum óbreyttum 5,25 prósentum. Sagði seðlabankastjóri að fylgst yrði grannt með þróun verðbólgu í landinu. Greinendur voru ekki á einu máli um ákvörðun bankans þrátt fyrir að flestir þeirra höfðu gert ráð fyrir óbreyttu stýrivaxtastigi. King fundaði með fjárlaganefnd breska þingsins um stöðu efnahagsmála í gær og sagði að bankinn ætli að grípa til aðgerða til að koma verðbólga niður að tveggja prósenta verðbólgumarkmiðum bankans. Greinendur segja miklar líkur á að bankinn hækki stýrivexti í næsta mánuði um fjórðung úr prósenti hið minnasta til að draga úr einkaneyslu og hagvexti með það fyrir að lækka verðbólguna, sem hefur ekki verið hærri í áratug. Breska ríkisútvarpið (BBC) hefur eftir King í gær, að helsta ástæðan fyrir því að verðbólga lækki jafn hratt og hann telur sé sú að raforkuverð fari lækkandi á sama tíma og útlánsvextir fjármálastofnana fari hækkandi samhliða hækkandi stýrivaxtastigi. Muni það draga úr einkaneyslu á næstu mánuðum, að hans sögn. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Mervyn King, bankastjóri Englandsbanka, segir að bankinn ætli að grípa til aðgerða til að draga úr verðbólgu og muni Bretar sjá skarpa lækkun á næstu fjórum til sex mánuðum. Verðbólga mældist 3,1 prósent í mars sem kom flestu, ekki síst bankastjórn Englandsbanka, á óvart og varð King venju samkvæmt, að skrifa stjórnvöldum bréf þar sem hann gerði grein fyrir hækkuninni. Englandsbanki ákvað fyrr í þessum mánuði að halda stýrivöxtum óbreyttum 5,25 prósentum. Sagði seðlabankastjóri að fylgst yrði grannt með þróun verðbólgu í landinu. Greinendur voru ekki á einu máli um ákvörðun bankans þrátt fyrir að flestir þeirra höfðu gert ráð fyrir óbreyttu stýrivaxtastigi. King fundaði með fjárlaganefnd breska þingsins um stöðu efnahagsmála í gær og sagði að bankinn ætli að grípa til aðgerða til að koma verðbólga niður að tveggja prósenta verðbólgumarkmiðum bankans. Greinendur segja miklar líkur á að bankinn hækki stýrivexti í næsta mánuði um fjórðung úr prósenti hið minnasta til að draga úr einkaneyslu og hagvexti með það fyrir að lækka verðbólguna, sem hefur ekki verið hærri í áratug. Breska ríkisútvarpið (BBC) hefur eftir King í gær, að helsta ástæðan fyrir því að verðbólga lækki jafn hratt og hann telur sé sú að raforkuverð fari lækkandi á sama tíma og útlánsvextir fjármálastofnana fari hækkandi samhliða hækkandi stýrivaxtastigi. Muni það draga úr einkaneyslu á næstu mánuðum, að hans sögn.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira