Lofar lægri verðbólgu í Bretlandi 25. apríl 2007 09:02 Mervyn King, seðlabankastjóri Bretlands, og Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands. Mynd/AFP Mervyn King, bankastjóri Englandsbanka, segir að bankinn ætli að grípa til aðgerða til að draga úr verðbólgu og muni Bretar sjá skarpa lækkun á næstu fjórum til sex mánuðum. Verðbólga mældist 3,1 prósent í mars sem kom flestu, ekki síst bankastjórn Englandsbanka, á óvart og varð King venju samkvæmt, að skrifa stjórnvöldum bréf þar sem hann gerði grein fyrir hækkuninni. Englandsbanki ákvað fyrr í þessum mánuði að halda stýrivöxtum óbreyttum 5,25 prósentum. Sagði seðlabankastjóri að fylgst yrði grannt með þróun verðbólgu í landinu. Greinendur voru ekki á einu máli um ákvörðun bankans þrátt fyrir að flestir þeirra höfðu gert ráð fyrir óbreyttu stýrivaxtastigi. King fundaði með fjárlaganefnd breska þingsins um stöðu efnahagsmála í gær og sagði að bankinn ætli að grípa til aðgerða til að koma verðbólga niður að tveggja prósenta verðbólgumarkmiðum bankans. Greinendur segja miklar líkur á að bankinn hækki stýrivexti í næsta mánuði um fjórðung úr prósenti hið minnasta til að draga úr einkaneyslu og hagvexti með það fyrir að lækka verðbólguna, sem hefur ekki verið hærri í áratug. Breska ríkisútvarpið (BBC) hefur eftir King í gær, að helsta ástæðan fyrir því að verðbólga lækki jafn hratt og hann telur sé sú að raforkuverð fari lækkandi á sama tíma og útlánsvextir fjármálastofnana fari hækkandi samhliða hækkandi stýrivaxtastigi. Muni það draga úr einkaneyslu á næstu mánuðum, að hans sögn. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Mervyn King, bankastjóri Englandsbanka, segir að bankinn ætli að grípa til aðgerða til að draga úr verðbólgu og muni Bretar sjá skarpa lækkun á næstu fjórum til sex mánuðum. Verðbólga mældist 3,1 prósent í mars sem kom flestu, ekki síst bankastjórn Englandsbanka, á óvart og varð King venju samkvæmt, að skrifa stjórnvöldum bréf þar sem hann gerði grein fyrir hækkuninni. Englandsbanki ákvað fyrr í þessum mánuði að halda stýrivöxtum óbreyttum 5,25 prósentum. Sagði seðlabankastjóri að fylgst yrði grannt með þróun verðbólgu í landinu. Greinendur voru ekki á einu máli um ákvörðun bankans þrátt fyrir að flestir þeirra höfðu gert ráð fyrir óbreyttu stýrivaxtastigi. King fundaði með fjárlaganefnd breska þingsins um stöðu efnahagsmála í gær og sagði að bankinn ætli að grípa til aðgerða til að koma verðbólga niður að tveggja prósenta verðbólgumarkmiðum bankans. Greinendur segja miklar líkur á að bankinn hækki stýrivexti í næsta mánuði um fjórðung úr prósenti hið minnasta til að draga úr einkaneyslu og hagvexti með það fyrir að lækka verðbólguna, sem hefur ekki verið hærri í áratug. Breska ríkisútvarpið (BBC) hefur eftir King í gær, að helsta ástæðan fyrir því að verðbólga lækki jafn hratt og hann telur sé sú að raforkuverð fari lækkandi á sama tíma og útlánsvextir fjármálastofnana fari hækkandi samhliða hækkandi stýrivaxtastigi. Muni það draga úr einkaneyslu á næstu mánuðum, að hans sögn.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira