Orðrómur á ný um yfirtöku á Sainsbury 25. apríl 2007 11:45 Ein af verslunum Sainsbury. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa í Sainsbury, þriðju stærstu stórmarkaðakeðju Bretlands, hækkaði um 8,5 prósent fyrir opnun markaða í Bretlandi dag eftir að 15 prósent hlutabréfa í keðjunni skiptu um eigendur fyrir 1,4 milljarð punda, jafnvirði tæplega 181 milljarðs íslenskra króna. Kaupverð jafngildir 575 pensum á hlut. Greinendur segja viðskiptin benda til að hópur fjárfesta hafi í hyggju að gera yfirtökutilboð í keðjuna á ný. Ekki var ljóst í morgun hver seldi hlutinn í Sainsbury né hver kaupandi er. Fréttaveitan Bloomberg segir hlutinn jafnast á við hlutabréfaeign félagsins AllianceBernstein LLP, stærsta einstaka hluthafa í stórmarkaðakeðjunni, sem hefur lýst yfir áhuga á að losa um eign sína. Þá séu líkur á á fjárfestingasjóður í Arabaríkinu Katar, sem stjórnvöld þar í landi eiga að mestu, hafi keypt hlutinn. Greinandi hjá breska verðbréfafyrirtækinu Teather & Greenwood, sem er í eigu Landsbanka Íslands, segir hins vegar ekki loku fyrir það skotið að fjárfestirinn Robert Tchenguiz, sem einnig er stjórnarmaður í Exista, hafi keypt hlutinn. Tchenguiz flaggaði í Sainsbury í mars og hefur aukið við hlut sinn jafnt og þétt síðan þá. Nú um stundir fer hann með rúman fimm prósenta hlut í Sainsbury og hefur óskað eftir setu í stjórn verslanakeðjunnar. Fjárfestahópur undir forystu fjárfestingasjóðsins CVC Capital vann að yfirtöku á Sainsbury allt fram til 11. apríl síðastliðinn þegar hann dró sig í hlé vegna andstöðu stærstu hluthafa í keðjunni við tilboðið sem hljóðaði upp á 582 pens á hlut, rúmlega 10 milljarða punda, jafnvirði rúmra 1.300 milljörðum íslenskra króna. Gengi bréfa í Sainsbury stendur nú 565 pensum á hlut sem er 6,6 prósenta hækkun frá lokagengi félagsins í gær. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi hlutabréfa í Sainsbury, þriðju stærstu stórmarkaðakeðju Bretlands, hækkaði um 8,5 prósent fyrir opnun markaða í Bretlandi dag eftir að 15 prósent hlutabréfa í keðjunni skiptu um eigendur fyrir 1,4 milljarð punda, jafnvirði tæplega 181 milljarðs íslenskra króna. Kaupverð jafngildir 575 pensum á hlut. Greinendur segja viðskiptin benda til að hópur fjárfesta hafi í hyggju að gera yfirtökutilboð í keðjuna á ný. Ekki var ljóst í morgun hver seldi hlutinn í Sainsbury né hver kaupandi er. Fréttaveitan Bloomberg segir hlutinn jafnast á við hlutabréfaeign félagsins AllianceBernstein LLP, stærsta einstaka hluthafa í stórmarkaðakeðjunni, sem hefur lýst yfir áhuga á að losa um eign sína. Þá séu líkur á á fjárfestingasjóður í Arabaríkinu Katar, sem stjórnvöld þar í landi eiga að mestu, hafi keypt hlutinn. Greinandi hjá breska verðbréfafyrirtækinu Teather & Greenwood, sem er í eigu Landsbanka Íslands, segir hins vegar ekki loku fyrir það skotið að fjárfestirinn Robert Tchenguiz, sem einnig er stjórnarmaður í Exista, hafi keypt hlutinn. Tchenguiz flaggaði í Sainsbury í mars og hefur aukið við hlut sinn jafnt og þétt síðan þá. Nú um stundir fer hann með rúman fimm prósenta hlut í Sainsbury og hefur óskað eftir setu í stjórn verslanakeðjunnar. Fjárfestahópur undir forystu fjárfestingasjóðsins CVC Capital vann að yfirtöku á Sainsbury allt fram til 11. apríl síðastliðinn þegar hann dró sig í hlé vegna andstöðu stærstu hluthafa í keðjunni við tilboðið sem hljóðaði upp á 582 pens á hlut, rúmlega 10 milljarða punda, jafnvirði rúmra 1.300 milljörðum íslenskra króna. Gengi bréfa í Sainsbury stendur nú 565 pensum á hlut sem er 6,6 prósenta hækkun frá lokagengi félagsins í gær.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira