Viðskipti innlent

Penninn og Te&kaffi fjárfesta í Lettlandi

Fulltrúar fyrirtækjanna sem komu að viðskiptunum.
Fulltrúar fyrirtækjanna sem komu að viðskiptunum.

Penninn og Te&kaffi hafa gengið frá kaupum á Melna Kafija Ltd., leiðandi fyrirtæki á sviði kaffiframleiðslu í Lettlandi og einum stærsta kaffiframleiðanda í Eystrasaltslöndunum. Markmið kaupanna er að auka sóknarþunga á þeim mörkuðum sem Penninn hefur fjárfest í á undanförnum misserum og nýta þá þekkingu sem hefur skapast hjá Te&kaffi í vöruþróun og markaðssókn hér heima.

Í tilkynningu um viðskiptin kemur fram að stjórnendum félagsins hafi náð góðum árangri að undanförnu og munu starfa áfram með íslensku eigendunum.

Alls eru 52 starfsmenn hjá fyrirtækinu og nam velta þess 4,2 milljónum evra, 368,8 milljónum íslenskra króna, á síðasta ári. Melna kaifja er vel búin tækjum og getur framleitt um 270 tonn af kaffi á mánuði.

Helstu umsvif Melna kafija felast í sölu til hótela og veitingahúsa en fyrirtækið framleiðir einnig kaffi til smásölu og útflutnings, meðal annars til Rússlands, að því er segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×