Viðskipti erlent

Windows Vista jók hagnað Microsoft

Fyrirtækjaútgáfan af Windows Vista, stýrikerfi Microsoft.
Fyrirtækjaútgáfan af Windows Vista, stýrikerfi Microsoft.

Hagnaður bandaríska hugbúnaðarrisans Microsoft jókst um 65 prósent á milli ára á þriðja ársfjórðungi fyrirtækisins, sem lauk í enda marsmánaðar. Ástæðan liggur í tekjum af sölu á Windows Vista, nýjasta stýrikerfi fyrirtækisins, og hugbúnaðarvöndlinum Office 2007, sem kom út í janúar.

Hagnaðurinn nam 4,93 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 318 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar nam hagnaðurinn fyrir sama tímabili í fyrra 2,98 milljörðum dala, ríflega 192 milljörðum króna.

Hagnaður á hlut nú nemur 50 sentum á hlut samanborið við 29 sent á hlut á þriðja ársfjórðungi í fyrra. Þetta er fjórum sentum betri afkoma en greinindur höfðu gert ráð fyrir.

Tekjur námu 14,4 milljörðum dala, 929,5 milljörðum íslenskra króna, sem er 32 prósenta aukning á milli ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×