Viðskipti innlent

Minni hagnaður hjá Mosaic Fashions

Frá tískusýningu á vegum Mosaic Fashions.
Frá tískusýningu á vegum Mosaic Fashions.

Tískuverslanakeðjan Mosaic Fashions skilaði hagnaði upp á 10,7 milljón pund, jafnvirði 1.377 milljóna íslenskra króna, á fjórða rekstrarfjórðungi sem lauk í enda mars. Þetta er nokkur samdráttur á milli ára en keðjan, sem rekur nokkrar tískuvöruverslanir undir fyrirtækjahatti sínum víða um heim, skilaði 12,6 milljóna punda hagnaði í fyrra eða 1.621 milljónum króna.

Á meðal verslana Mosaic Fashions eru Karen Millen, Oasis, Whistles, Principles, The Shoe Studio, Coast, Odille og Warehouse.

Aukning varð í sölu flestra verslana, mest í Karen Millen, en þar jókst salan um 17 prósent. Hins vegar varð samdráttur upp á 14 prósent í Shoe Studio.

Rekstrarhagnaður Mosaic Fashions nam 36 milljónum punda, jafnvirði 4.633 milljóna króna, á tímabilinu. Hagnaðurinn á sama tíma í fyrra nam 37,7 milljónum punda, 4.852 milljónum króna.

Uppgjör Mosaic Fashions í Kauphöll Íslands






Fleiri fréttir

Sjá meira


×