Hagvöxtur jókst um 1,3 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins í Bandaríkjunum, samkvæmt nýjustu upplýsingum hagstofu Bandaríkjanna. Hagvöxtur hefur ekki verið jafn lítill í fjögur ár. Fréttirnar ollu því að gengi bandaríkjadals lækkaði á markaði og hefur aldrei verið jafn lágur gagnvart evru.
Niðurstaðan er talsvert undir væntingum enda spáðu flestir því að hagvöxtur yrði í kringum tvö prósent vestanhafs á tímabilinu.
Að sögn hagstofunnar jókst landsframleiðsla um 1,3 prósent á fjórðungnum en það er 1,2 prósentustiga samdráttur frá fjórða ársfjórðungi í fyrra.
Viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna segir samdrátt á fasteignamarkaði vestanhafs skýra samdráttinn að langmestu leyti.