Viðskipti innlent

Tap deCode nemur tæpum 1,5 milljörðum króna

Hús Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýrinni.
Hús Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýrinni.

deCode skilaði 22,6 milljóna dala taprekstri á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta jafngildir 1.458 milljónum íslenskra króna. Til samanburðar nam tap fyrirtæksins 20,3 milljónum dala, 1.309 milljónum króna, á sama tíma í fyrra.

Í uppgjöri fyrirtækisins kemur meðal annars fram að tekjur námu 8,6 milljónum dala, jafnvirði tæpum 555 milljónum króna, á tímabilinu samanborið við 10,1 milljón dala, 651,6 milljónir króna á sama tíma í fyrra.

Eigið fé deCode nam 135,1 milljón dölum, rúmlega 8.716 milljónum íslenskra króna, í enda marsmánaðar samanborið við52 milljónir dala, 9.807 milljónir króna við upphaf árs.

Í uppgjörinu kemur fram að rannsóknar- og þróunarkostnaður DeCode hafi numið 12,7 milljónum dala, 819,4 milljónum íslenskra króna á fjórðungnum. Það er 2,8 milljónum dölum, eða rúmlega 180 milljónum krónum, meira en á kostnaður nam í fyrra. Aukningin liggur í meiri kostnaði við þróun nýrra lyfja.

Í uppgjörinu er haft eftir Kára Stefánssyni, forstjóra deCode, að fyrirtækið einbeiti sér að þróun lyfja og hlakki til að greina frá niðurstöðum lyfjaprófana á næstunni. Þá vísar hann til þess að fyrirtækið hafi sett próf fyrir sykursýki á markað fyrir hálfum mánuði og muni fleiri slík próf líta dagsins ljós á næstunni, að hans sögn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×