Viðskipti innlent

Evra aldrei jafnhá gagnvart jeninu

Gengi evru er í fyrsta sinn komið í methæðir gagnvart japanska jeninu á helstu fjármálamörkuðum. Gengi evrunnar hækkaði talsvert á markaði í síðustu í kjölfar vangavelta fjárfesta að evrópski seðlabankinn muni hækka stýrivexti á næstu mánuðum og fór hæst í 163,31 jen á móti hverri evru.

Fjárfestar búast jafnframt við því að japanski seðlabankinn muni hækka stýrivexti sína hægt og bítandi en þó mun hægar en evrópski bankinn.

Þetta er fjarri því að vera eina met evrunnar því hún fór í hæsta gildi sitt gagnvart bandaríkjadal í síðustu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×