Viðskipti innlent

Bréf Actavis upp um tæp 13 prósent

Róbert Wessman, forstjóri Actavis.
Róbert Wessman, forstjóri Actavis. Mynd/Vilhelm

Gengi hlutabréfa í Actavis hefur hækkað mikið í dag eftir að Novator, fjárfestingafélag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hyggðist gera yfirtökutilboð í félagið og skrá það af markaði. Gengið stóð í 78,2 krónum á hlut í morgun en hefur farið upp um 12,79 prósent og stendur nú í 88,20 krónum á hlut.

Í tilkynningu frá Novator í morgun kom fram að félagið, sem á 38,5 prósenta hlut í Actavis, ætli að gera frjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé lyfjafyrirtækisins á 85,23 krónur á hlut. Greiningardeild Glitnis telur tilboðið nokkuð lágt og metur gengi bréfa í Actavis á 87,7 krónur á hlut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×