Lord Browne hættur hjá Goldman Sachs 11. maí 2007 09:22 Lord Browne, fyrrum forstjóri BP. Mynd/AFP Lord Browne, fyrrum forstjóri breska olíufyrirtækisins BP, hefur sagt starfi sínu lausu hjá bandaríska fjárfestingabankanum Goldman Sachs. Starfslokin eru liður í brotthvarfi hans úr forstjórastóli BP en hann hætti tveimur mánuðum fyrr en hann ætlaði eftir að hann tapaði dómsmáli í Bretlandi en þar var hulunni svipt af samkynhneigð hans og kynnum hans af ástmanni sínum. Browne hefur verið í stjórnendateymi Goldman Sachs frá árinu 1999 og verið stjórnarformaður endurskoðunarnefndar bankans auk annarra starfa. Browne hafði starfað í 41 ár hjá breska olíurisanum BP þegar hann hætti skyndilega í byrjun mánaðar. Hann stefndi að því að fara úr forstjórastólnum í sumar en í kjölfar þess að hann tapaði máli sínu gegn dagblaði þar sem honum tókst ekki að hindra fréttaflutning af einkalífi sínu ákvað hann að fara fyrr en ella. Browne átti í ástarsambandi við kanadískan mann sem seldi frétt sína af sambandi þeirra Brownes til fjölmiðla í Bretlandi. Browne vildi koma í veg fyrir að umfjöllun fjölmiðla næði inn fyrir svefnherbergisdyr hans. Honum tókst það ekki og afréð því að hætta hjá BP. Lloyd Blankfein, forstjóri Goldman Sachs, sagði þegar fyrir lá að Browne ætlaði að yfirgefa bankann að hann hefði verið gulls ígildi og jós hann lofi. Þótt Lord Browne hafi sagt skilið við BP og Goldman Sachs er hann eftir sem áður stjórnarformaður ráðgjafaráðs bandaríska fjárfestingafélagsins Apax Partners. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Lord Browne, fyrrum forstjóri breska olíufyrirtækisins BP, hefur sagt starfi sínu lausu hjá bandaríska fjárfestingabankanum Goldman Sachs. Starfslokin eru liður í brotthvarfi hans úr forstjórastóli BP en hann hætti tveimur mánuðum fyrr en hann ætlaði eftir að hann tapaði dómsmáli í Bretlandi en þar var hulunni svipt af samkynhneigð hans og kynnum hans af ástmanni sínum. Browne hefur verið í stjórnendateymi Goldman Sachs frá árinu 1999 og verið stjórnarformaður endurskoðunarnefndar bankans auk annarra starfa. Browne hafði starfað í 41 ár hjá breska olíurisanum BP þegar hann hætti skyndilega í byrjun mánaðar. Hann stefndi að því að fara úr forstjórastólnum í sumar en í kjölfar þess að hann tapaði máli sínu gegn dagblaði þar sem honum tókst ekki að hindra fréttaflutning af einkalífi sínu ákvað hann að fara fyrr en ella. Browne átti í ástarsambandi við kanadískan mann sem seldi frétt sína af sambandi þeirra Brownes til fjölmiðla í Bretlandi. Browne vildi koma í veg fyrir að umfjöllun fjölmiðla næði inn fyrir svefnherbergisdyr hans. Honum tókst það ekki og afréð því að hætta hjá BP. Lloyd Blankfein, forstjóri Goldman Sachs, sagði þegar fyrir lá að Browne ætlaði að yfirgefa bankann að hann hefði verið gulls ígildi og jós hann lofi. Þótt Lord Browne hafi sagt skilið við BP og Goldman Sachs er hann eftir sem áður stjórnarformaður ráðgjafaráðs bandaríska fjárfestingafélagsins Apax Partners.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira