Yukos heyrir sögunni til 12. maí 2007 09:15 Fyrrum höfuðstöðvar Yukos í Moskvu í Rússlandi. Mynd/AFP Paran, tiltölulega lítt þekkt fyrirtæki keypti síðustu eignir rússneska orkufyrirtækisins Yukos á uppboði í Moskvu í Rússlandi í gær fyrir 100 milljarða rúblur, tæpan 251 milljarð íslenskra króna. Kaupin komu mjög á óvart enda bauð fyrirtæki fjórum sinnum hærra verð en fyrsta boð hljóðaði upp á. Með sölu eignanna er fyrirtækjasögu Yukos, sem eitt sinn var eitt stærsta orkufyrirtæki Rússlands í einkaeigu, lokið. En með uppboðinu fengust fjármunir, sem notaðir verða til að greiða skattaskuld fyrirtækisins við rússneska ríkið upp á jafnvirði 1.666 milljarða íslenskra króna. Fyrrum forstjóri þess, Mikhail Khodorkovsky, var dæmdur vegna fjár- og skattsvika í forstjórastóli fyrirtækisins og situr nú af sér átta ára dóm í Síberíu. Fastlega var gert ráð fyrir því að Rosneft, sem er að mestu í eigu rússneska ríkisins, keypti höfuðstöðvar Yukos í Moskvuborg. Fyrirtækið hefur allt frá því Yukos var lýst gjaldþrota í fyrra keypt upp allar eignir fyrirtækisins, nú síðast á fimmtudag þegar það festi sér síðustu framleiðsluvélar, tól, tæki og réttindi sem Yukos átti. Á sama uppboði keypti orkufyrirtækið Yuniteks 537 bensínstöðvar, sem Yukos hafði áður rekið. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Paran, tiltölulega lítt þekkt fyrirtæki keypti síðustu eignir rússneska orkufyrirtækisins Yukos á uppboði í Moskvu í Rússlandi í gær fyrir 100 milljarða rúblur, tæpan 251 milljarð íslenskra króna. Kaupin komu mjög á óvart enda bauð fyrirtæki fjórum sinnum hærra verð en fyrsta boð hljóðaði upp á. Með sölu eignanna er fyrirtækjasögu Yukos, sem eitt sinn var eitt stærsta orkufyrirtæki Rússlands í einkaeigu, lokið. En með uppboðinu fengust fjármunir, sem notaðir verða til að greiða skattaskuld fyrirtækisins við rússneska ríkið upp á jafnvirði 1.666 milljarða íslenskra króna. Fyrrum forstjóri þess, Mikhail Khodorkovsky, var dæmdur vegna fjár- og skattsvika í forstjórastóli fyrirtækisins og situr nú af sér átta ára dóm í Síberíu. Fastlega var gert ráð fyrir því að Rosneft, sem er að mestu í eigu rússneska ríkisins, keypti höfuðstöðvar Yukos í Moskvuborg. Fyrirtækið hefur allt frá því Yukos var lýst gjaldþrota í fyrra keypt upp allar eignir fyrirtækisins, nú síðast á fimmtudag þegar það festi sér síðustu framleiðsluvélar, tól, tæki og réttindi sem Yukos átti. Á sama uppboði keypti orkufyrirtækið Yuniteks 537 bensínstöðvar, sem Yukos hafði áður rekið.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira