Viðskipti innlent

Eimskip kaupir Innovate

Eimskip hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Innovate Holdings í Bretlandi. Fyrir átti Eimskip 55 prósenta hlut í félaginu. Innovate er eitt stærsta fyrirtæki Bretlands á sviði hitastýrðra flutninga og rekur 30 vörugeymslur á 11 stöðum á Bretlandseyjum. Kaupverð nemur 30,3 milljónum punda, jafnvirði fjögurra milljarða króna.

Í tilkynningu frá Eimskipi vegna kaupanna kemur fram að vegna mikils vaxtar í rekstri kæli- og frystigeymslna innan Eimskips verði

yfirstjórn samstæðu Eimskips styrkt. Komið verði á fót sérstöku

stjórnendateymi sem leiði starfsemina sem snýr að kæli- og frystiflutningum innan Eimskips um allan heim.

Helstu stjórnendur Innovate, Stephen Savage, Stephen Dargavel og Pete Osborne munu stýra þessu stjórnendateymi og þannig leiða áframhaldandi uppbyggingu Eimskips á þessu sviði samfara stjórnun

Innovate í Bretlandi. Jafnframt koma þeir til með að verða meðal stærstu hluthafa Hf. Eimskipafélags Íslands með 4-5 prósenta eignarhlut í félaginu.

Tilkynning Eimskips





Fleiri fréttir

Sjá meira


×