Viðskipti innlent

Skuldatryggingarálag bankanna lækkar

Skuldatryggingarálag bankanna hefur farið lækkandi frá því um miðjan mars. Greiningardeild Landsbankans segir lækkunina í raun ná lengra aftur en skuldatryggingarálagið náði hámarki fyrir rúmu ári þegar það var margfalt hærra en nú.

Deildin bendir á í Vegvísi sínum í dag að þróunin hafi þó ekki verið sú sama hjá öllum bönkunum frá byrjun mars. Hafi álagið hækkað um 1,94 punkta hjá Glitni en lækkað um 1,63 punkta hjá Kaupþingi og um 2,87 punkta hjá Landsbankanum á sama tíma. Sé horft til skemmri tíma, eins mánaðar, hafi álagið lækkað hjá öllum bönkunum, um 2,3 punkta hjá Glitni, 2,8 punkta hjá Landsbankanum og 3,8 punkta hjá Kaupþingi. Þetta er svipuð þróun, og heldur hraðari, og hjá ITRAXX Europe vísitölunni, sem mælir þróun skuldatryggingarálags í álfunni, að sögn greiningardeildar Landsbankans.

Deildin segir að aðgerðir bankanna virðast skýra þróun skuldatryggingarálags þeirra. Kaupþing og Landsbanki hafi lækkað töluvert umfram lækkun viðmiðunarvísitölu frá því í mars. Lækkunin hjá Glitni er hins vegar svipuð og lækkun vísitölunnar. Helsta ástæðan jákvæðrar þróunar skuldatryggingarálags Kaupþings og Landsbankans er að öllum líkindum vaxandi hlutfall innlána í heildarfjármögnum auk annarra aðgerða sem bankarnir hafa gripið til í framhaldi af gagnrýni sem þeir urðu fyrir í fyrra, að sögn Landabankans.

Vegvísir greiningardeildar Landsbankans






Fleiri fréttir

Sjá meira


×