Viðskipti innlent

Verðbólga mælist 4,0 prósent

Vísitala neysluverð hækkaði um 0,52 prósent frá maí og jafngildir því að verðbólga lækkar úr 4,7 prósentum í 4,0 prósent á ársgrundvelli, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Hækkunin er í lægri kantinum en spár greiningadeilda viðskiptabankanna spáðu allt frá 0,4 til 0,8 prósenta hækkun á vísitölu neysluverðs á milli mánaða.

Vísitalan án húsnæðis hækkaði um 0,2 prósent á milli mánaða og jafngildir það að verðbólga án húsnæðist mælist 1,7 prósent.

Að sögn Hagstofunnar jókst kostnaður vegna eigin húsnæði um 1,9 prósent en það skrifast á hækkun á markaðsverði húsnæðis en það var jafnframt helsti óvissuþátturinn í spám greiningardeild bankanna. Þá hækkaði um verð á bensíni og díselolíu um 3,2 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×