Viðskipti innlent

Eimskip gerir formlegt yfirtökutilboð í Versacold

Eitt skipa Eimskips.
Eitt skipa Eimskips.

Hf. Eimskipafélag Íslands sendi í dag út formlegt yfirtökutilboð til allra hluthafa í kæli- og frystigeymslufélaginu Versacold Income Fund. Eins og áður hefur verið tilkynnt hyggst félagið bjóða í allt útistandandi hlutafé Versacold fyrir 12,25 Kanadadollara á hlut í reiðufé.

Í tilkynningu frá félaginu segir að ásamt gögnunum, sem send voru hluthöfum Versacold, fylgdi ályktun stjórnar Versacold Income Fund sem mælti samhljóða með því við hluthafa að taka yfirtökutilboðinu. Hluthafar Versacold hafa frest til kl. 20 (að staðartíma í Toronto) þann 27. júlí til að taka tilboðinu verði það ekki framlengt eða dregið tilbaka.

Versacold er leiðandi félag í kæli- og frystigeymslum í Bandaríkjunum og jafnframt á heimsvísu. Félagið á og rekur 72 kæli- og frystigeymslur í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Nýja Sjálandi og Argentínu og bætast þær við yfir 100 geymslur sem eru í eigu Eimskips um allan heim. Þar með verður til stærsta frysti- og kæligeymslufyrirtæki í heimi með nærri 180 geymslur í fimm heimsálfum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×