Viðskipti innlent

PFS fylgist með verðlagsþróun reikigjalda

Farsímar í röðum. Gert er ráð fyrir því að þegar þak verði sett á reikisímtöl með farsímum landa á milli muni kostnaðurinn lækka um allt að 75 prósent.
Farsímar í röðum. Gert er ráð fyrir því að þegar þak verði sett á reikisímtöl með farsímum landa á milli muni kostnaðurinn lækka um allt að 75 prósent. Mynd/AFP

Samstarfsvettvangur fjarskiptaeftirlitsstofnana í Evrópu (ERG), sem Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) er aðili að, hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna nýrra reglna um alþjóðleg reikisímtöl í farsíma landa á milli sem senn verða innleiddar innan Evrópusambandsins.

Samkvæmt reglunum verða verðlagshömlur settar á smásöluverð fyrir farsímareiki milli landa og lögð áhersla á gegnsæi í verðlagningu.

Eftirlitsstofnanir viðkomandi landa verða beðnar um að fylgjast náið með verðlagsþróun reikigjalda fyrir SMS og skilaboðaþjónustu sem byggjast á margmiðlun (MMS), að því er segir á vef Póst- og fjarskiptastofnunarinnar.

Póst- og fjarskiptastofnun segir á vef sínum í dag að í yfirlýsingu ERG sé meðal annars settur tímarammi fyrir fjarskiptaeftirlitsstofnanir um öflun upplýsinga frá farsímafyrirtækjum. Séu slíkar upplýsingar forsenda þess að nýju reglurnar komi neytendum til góða.

Evrópusambandið hefur horft til þess í nokkurn tíma að setja þak á verðlagningu reikisímtala landa á milli með farsímum. Er horft til þess að símkostnaður vegna reikisímtala muni lækka um allt að 75 prósent eftir að reglurnar taka gildi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×