Bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan Chase hefur ákveðið að flytja höfuðstöðvar sínar í nýtt háhýsi sem mun rísa þar sem Tvíburaturnarnir stóðu áður á Manhattan.
Tilkynnt var um málið í dag en JP Morgan mun greiða hafnarmálayfirvöldum í New York og New Jersey, sem eiga lóðina, 290 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um 18,5 milljarða króna, í leigu til næstu 92 ára.
Byggingin mun rísa þar sem Deutsche Bank er til húsa á Manhattan núna en verið er að rífa hana niður. Um 7.000 manns munu starfa hjá JP Chase-bankanum í byggingunni, sem verður um 40 hæðir.
JP Morgan tryggir nýjar höfuðstöðvar
