Viðskipti innlent

Føroya Banki í Kauphöllina á morgun

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands.

Føroya Banki verður skráður í Kauphöll Íslands á morgun. Umframeftirspurn var eftir bréfum í bankanum bæði hér á landi, í Danmörku, Færeyjum og víða í Evrópu í almennu hlutafjárútboði og er þak sett á það sem hver hluthafi getur fengið.

Útgefnir hlutir í Føroya Banka eru 10.000.000, hver hlutur er 20 danskar krónur að nafnverði.

Eftirspurn eftir bréfum í Føroya Banka var 26-föld meiri en það magn bréfa sem í boði var, að því er fram kemur í tilkynningu Kauphallarinnar. Þar kemur fram að 15.000 nýir hluthafar hafi bæst í hluthafahóp Føroya Banka. Þar af 9.000 í Færeyjum.

Vegna umframeftirspurnarinnar hefur verið ákveðið að setja þak við hlutabréfakaup og verði einungis hægt að kaupa 60 hluti í bankanum. Þeir sem skráðu sig fyrir meira en 60 hluti fá tvö prósent af því sem þeir skráðu sig fyrir umfram hlutina 60.

Greiða þarf fyrir hlutabréf í bankanum á mánudag í næstu viku, að því er segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×