Viðskipti innlent

Þeir ríkustu verða ríkari

Björgólfur Thor Björgólfsson, ríkasti maður Íslands.
Björgólfur Thor Björgólfsson, ríkasti maður Íslands. Mynd/Vilhelm

Ríkidæmi auðugustu einstaklinga í heimi jókst um 11,4 prósent á síðasta ári og nam þá rúmum 37 þúsund milljörðum bandaríkjadala. Á íslensku mannamáli jafngildir það 2.312 þúsund milljörðum króna, sem er mjög mikið.

Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu fjármálafyrirtækjanna Merrill Lynch og Capgemini sem fyrirtækin tóku saman um auðsöfnun ríkustu einstaklinga í heimi.

Samkvæmt skýrslunni hefur ríkidæmi einstaklinga ekki vaxið jafn mikið í sjö ár, að sögn breska ríkisútvarpsins í dag.

Fram kemur á 9,5 milljónir manna eigi eignir yfir einni milljón dala, jafnvirði 62 milljónum króna, en „einungis" 94.970 manns eigi eignir yfir 30 milljónir dala, tæpa 1,9 milljarða króna.

Þessu til samanburðar var Björgólfur Thors Björgólfsson í 249. sæti á lista bandaríska tímaritsins Forbes yfir ríkustu menn í heimi í mars en eignir hans eru metnar á 3,5 milljarða dala, jafnvirði 235 milljarða króna. Faðir hans, Björgólfur Guðmundsson, var í 799. sæti listans en eignir hans voru þar metnar á 1,2 milljarða dala, jafnvirði 81 milljarðs króna. Aðrir Íslendingar komust ekki á listann að þessu sinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×