Viðskipti erlent

Vísitölur lækkuðu í Bandaríkjunum

Frá hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum.
Frá hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum.

Vísitölur lækkuðu lítillega á bandarískum hlutabréfamörkuðum í dag þrátt fyrir hækkun við upphaf viðskipta. Vísitölur í Evrópu hækkuðu sömuleiðis, þar á meðal Úrvalsvísitalan í Kauphöll Íslands, sem hækkaði um 1,32 prósent og endaði í 8.099 stigum.

Dow Jones-vísitalan lækkaði um 0,02 prósent og endaði í 13.236,53 stigum, Nasdaq-vísitalan lækkaði um 0,10 prósent og endaði í 2.542,24 stigum en S&P 500 fór niður um 0,05 prósent og endaði í 1.452,92 stigum.

Á móti hækkuðu helstu vísitölur í Evrópu. Þar af hækkaði FTSE 100-vísitalan í Lundúnum um 2,3 prósent, hin franska Cac-40 um 2,2 prósent og Dax-vísitalan í Þýskalandi um 1,8 prósent.

Að sögn fréttastofunnar Associated Press er helsta ástæðan fyrir lækkuninni í Bandaríkjunum nú ákvörðun seðlabanka víða um heim að veita fjármálastofnunum aðgang að ódýru fjármagni til að vega upp á móti áhrifunum af samdrætti á bandarískum fasteignalánamarkaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×