Hækkanir og lækkanir í Evrópu 17. ágúst 2007 09:18 Úr kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi. Dax-vísitalan þar í landi hefur lækkað lítillega það sem af er dags. Mynd/AFP Hlutabréfamarkaðir í Evrópu hafa tekið ágætlega við sér í kjölfar minni lækkana á Wall Street í gær en dagana á undan. Taugatitrings gætir hins vegar hjá asískum fjárfestum en Nikkei-vísitalan lækkaði um rúm 5,4 prósent við lokun markaða í Japan í morgun. Vísitalan hefur ekki lækkað jafn mikið á einum degi í sjö ár. Vísitölur lækkuðu almennt í Asíu í dag þrátt fyrir að japanski seðlabankinn hafi dælt inn meira fé inn á fjármálamarkað þar í landi til að mýkja lendinguna fyrir fjármálastofnanir þar í landi. Japanskir fjárfestar hafa áhyggjur af því að útflutningur frá Asíu dragist saman vegna samdráttar í hagkerfi Bandaríkjanna. Þá eru vangaveltur uppi um að seðlabanki japans hækki stýrivexti þrátt fyrir ástand á markaði. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur það sem af er dags hækkað um rúmt prósent og hin franska Cac-40 hefur hækkað um tæp 0,6 prósent. Þýska vísitalan Dax hefur hins vegar lækkað um 0,06 prósent það sem af er dags. Hlutabréfavísitölur á Norðurlöndunum hafa að sömuleiðis bætt sig í kjölfar nokkurra lækkana síðustu daga en hlutabréfavísitalan í Ósló hefur hækkað um 1,3 prósent og í C20-vísitalan í Kaupmannahöfn um 1,14 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hlutabréfamarkaðir í Evrópu hafa tekið ágætlega við sér í kjölfar minni lækkana á Wall Street í gær en dagana á undan. Taugatitrings gætir hins vegar hjá asískum fjárfestum en Nikkei-vísitalan lækkaði um rúm 5,4 prósent við lokun markaða í Japan í morgun. Vísitalan hefur ekki lækkað jafn mikið á einum degi í sjö ár. Vísitölur lækkuðu almennt í Asíu í dag þrátt fyrir að japanski seðlabankinn hafi dælt inn meira fé inn á fjármálamarkað þar í landi til að mýkja lendinguna fyrir fjármálastofnanir þar í landi. Japanskir fjárfestar hafa áhyggjur af því að útflutningur frá Asíu dragist saman vegna samdráttar í hagkerfi Bandaríkjanna. Þá eru vangaveltur uppi um að seðlabanki japans hækki stýrivexti þrátt fyrir ástand á markaði. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur það sem af er dags hækkað um rúmt prósent og hin franska Cac-40 hefur hækkað um tæp 0,6 prósent. Þýska vísitalan Dax hefur hins vegar lækkað um 0,06 prósent það sem af er dags. Hlutabréfavísitölur á Norðurlöndunum hafa að sömuleiðis bætt sig í kjölfar nokkurra lækkana síðustu daga en hlutabréfavísitalan í Ósló hefur hækkað um 1,3 prósent og í C20-vísitalan í Kaupmannahöfn um 1,14 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira