Viðskipti erlent

Kínverjar hækka stýrivexti

Kona velur sér svínakjöt á markaði í Shenyangborg í NA-hluta Kína. Verð á svínakjöti hefur snarhækkað á árinu.
Kona velur sér svínakjöt á markaði í Shenyangborg í NA-hluta Kína. Verð á svínakjöti hefur snarhækkað á árinu. Mynd/AFP

Seðlabanki Kína hækkaði stýrivexti um 18 punkta í gær með það fyrir augum að draga úr verðbólgu sem hefur ekki verið hærri í áratug. Þetta er fjórða stýrivaxtahækkun bankans á árinu.

Verðbólga mældist 5,6 prósent í Kína í síðasta mánuði en hún er tilkomin vegna mikils uppgangs í kínversku efnahagslífi síðustu ár, að sögn breska ríkisútvarpsins sem þó bendir á að snarpar verðhækkanir á matvælum leiði verðbólguna. Sem dæmi hefur verð á svínakjöti hækkað um 45 prósent á árinu.

Stýrivextir í Kína standa nú í 7,02 prósentum og tekur ákvörðunin gildi í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×