Hlutabréfavísitölur byrjuðu daginn vel á fjármálamörkuðum á Wall Street í Bandaríkjunum í dag en markaðir vestanhafs opnuðu fyrir nokkrum mínútum. Nasdag-hlutabréfavísitalan hækkaði um tæpt prósent en Dow Jones-vísitalan litlu minna. Vísitölur í Evrópu hafa sömuleiðis verið á uppleið í dag.
Þetta í takti við væntingar markaðsaðila í dag en þeir segja þá Ben Bernanke, seðlabankastjóra Bandaríkjanna, og Henry Paulson, fjármálaráðherra landsins, hafa haldið á lofti vísbendingum um að stýrivextir í Bandaríkjunum verði lækkaðir á næstunni til að koma til móts við óróa á fjármálamörkuðum.