Vísitölur lækka lítillega í Evrópu 24. ágúst 2007 09:29 Frá hlutabréfamarkaði í Asíu. Gengi hlutabréfa lækkaði í Hong Kong eftir að einn stærsti banki Kína sagðist hafa fjárfest í bandarískum fasteignalánasöfnum. Mynd/AFP Helstu hlutabréfavísitölur í Asíu og Evrópu hafa lækkað á fjármálamörkuðum í dag. Lækkunin kemur í kjölfar lækkunar á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær eftir að forstjóri Countrywide Financial, eins stærsta húsnæðislánafyrirtækis Bandaríkjanna, sagði samdrátt á fasteignamarkaði hvergi nærri lokið. Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um tæpt hálft prósentustig en Hang Seng-vísitalan í Hong Kong lækkaði um 0,8 prósent. Ástæðan fyrir lækkuninni í Kína er sú að í ljós hefur komið að Kínabanki, einn af stærstu bönkum landsins, greindi frá því að hann hefði fjárfest fyrir jafnvirði 9,7 milljarða bandaríkjadala í bandarískum fasteignalánasöfnum. Greinendur segja þetta ekki fréttir sem fjárfestar vilji heyra þessa dagana. Fréttin olli taugatitringi í röðum fjárfesta í Kína og seldu þeir mikið magn bréfa sinna í bankanum með þeim afleiðingum að gengi bréfa í bankanum féll um 5,4 prósent í kauphöllinni í Hong Kong. Þá hafa hlutabréfamarkaðir í Evrópu ekki farið varhluta af lækkun á öðrum mörkuðum en sem dæmi hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi lækkað rétt lítillega, þýska Dax-vísitalan farið niður um tæp 0,5 prósent en hin franska Cac-40 hefur lækkað um rúm 0,2 prósent. Svipuð þróun hefur átt sér stað á Norðurlöndunum en þar hafa vísitölur lækkað um tæpt prósentustig. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Helstu hlutabréfavísitölur í Asíu og Evrópu hafa lækkað á fjármálamörkuðum í dag. Lækkunin kemur í kjölfar lækkunar á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær eftir að forstjóri Countrywide Financial, eins stærsta húsnæðislánafyrirtækis Bandaríkjanna, sagði samdrátt á fasteignamarkaði hvergi nærri lokið. Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um tæpt hálft prósentustig en Hang Seng-vísitalan í Hong Kong lækkaði um 0,8 prósent. Ástæðan fyrir lækkuninni í Kína er sú að í ljós hefur komið að Kínabanki, einn af stærstu bönkum landsins, greindi frá því að hann hefði fjárfest fyrir jafnvirði 9,7 milljarða bandaríkjadala í bandarískum fasteignalánasöfnum. Greinendur segja þetta ekki fréttir sem fjárfestar vilji heyra þessa dagana. Fréttin olli taugatitringi í röðum fjárfesta í Kína og seldu þeir mikið magn bréfa sinna í bankanum með þeim afleiðingum að gengi bréfa í bankanum féll um 5,4 prósent í kauphöllinni í Hong Kong. Þá hafa hlutabréfamarkaðir í Evrópu ekki farið varhluta af lækkun á öðrum mörkuðum en sem dæmi hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi lækkað rétt lítillega, þýska Dax-vísitalan farið niður um tæp 0,5 prósent en hin franska Cac-40 hefur lækkað um rúm 0,2 prósent. Svipuð þróun hefur átt sér stað á Norðurlöndunum en þar hafa vísitölur lækkað um tæpt prósentustig.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira