Hlutabréf hækka í Evrópu og Asíu 30. ágúst 2007 09:07 Maður virðir fyrir sér upplýsingaskilti við kauphöllina í Tókýó í Japan. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu og Asíu í dag. Þetta er í takti við hækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær en fjárfestar vestanhafs segja auknar líkur á að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti í september til að bregðast við aðstæðum á fjármálamarkaði. Hlutabréfavísitölur ytra lækkuðu nokkuð á mánudag og þriðjudag þar sem greiningarfyrirtæki spáðu því að samdráttur á bandarískum fasteignamarkaði gæti komið niuðr á afkomu stærstu fjármálafyrirtækja í heimi sem hafi fjárfest í bandarískum fasteignalánasöfnum. Þá hafa verið blikur á lofti að einkaneysla gæti dregist saman í Bandaríkjunum en það gæti komið niður á hagvexti í landinu og jafnvel smitað út frá sér. Þrátt fyrir þetta hefur Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, ekkert sagt til um hvort vextirnir verði lækkaðir að öðru leyti en því að bankinn sé tilbúinn til að bregðast við þreningnum á markaðnum. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur hækkað um tæpt prósent það sem af er dags, þýska Dax-vísitalan um tæp 0,5 prósent og franska Cac-40 vísitalan hefur hækkað um rúm 1,2 prósent. Norðurlöndin hafa ekki farið varhluta af hækkuninni. Þannig hefur hlutabréfavísitalan í kauphöllinni í Ósló í Noregi hækkað um tæp tvö prósent og C20-vísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn hækkað um tæp 0,8 prósent. Þá hækkaði Nikkei-vísitalan um 0,9 prósent við lokun markaða í Japan í dag. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Fleiri fréttir ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu og Asíu í dag. Þetta er í takti við hækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær en fjárfestar vestanhafs segja auknar líkur á að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti í september til að bregðast við aðstæðum á fjármálamarkaði. Hlutabréfavísitölur ytra lækkuðu nokkuð á mánudag og þriðjudag þar sem greiningarfyrirtæki spáðu því að samdráttur á bandarískum fasteignamarkaði gæti komið niuðr á afkomu stærstu fjármálafyrirtækja í heimi sem hafi fjárfest í bandarískum fasteignalánasöfnum. Þá hafa verið blikur á lofti að einkaneysla gæti dregist saman í Bandaríkjunum en það gæti komið niður á hagvexti í landinu og jafnvel smitað út frá sér. Þrátt fyrir þetta hefur Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, ekkert sagt til um hvort vextirnir verði lækkaðir að öðru leyti en því að bankinn sé tilbúinn til að bregðast við þreningnum á markaðnum. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur hækkað um tæpt prósent það sem af er dags, þýska Dax-vísitalan um tæp 0,5 prósent og franska Cac-40 vísitalan hefur hækkað um rúm 1,2 prósent. Norðurlöndin hafa ekki farið varhluta af hækkuninni. Þannig hefur hlutabréfavísitalan í kauphöllinni í Ósló í Noregi hækkað um tæp tvö prósent og C20-vísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn hækkað um tæp 0,8 prósent. Þá hækkaði Nikkei-vísitalan um 0,9 prósent við lokun markaða í Japan í dag.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Fleiri fréttir ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira