Bernanke ekki að flýta sér 30. ágúst 2007 09:45 Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Wall Street Journal segir hann ekki ætla að hlaupa til og lækka stýrivexti. Mynd/AFP Seðlabanki Bandaríkjanna ætlar ekki að hlaupa til og lækka stýrivexti. Bankinn vill að fjármálafyrirtæki líti ekki svo á að bankinn eigi að hjálpa fyrirtækjunum úr þeim vanda sem þau hafi komið sér sjálf í. Þetta segir bandaríska dagblaðið Wall Street Journal í dag. Blaðið bendir á að Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóri og forveri Ben Bernankes, hafi brugðist við viðlíka hræringum með vaxtalækkun. Seðlabankinn hefur brugðist við með ýmsum hætti, svosem með því að dæla fjármagni inn í efnahagslífið og lækka daglánavexti fyrr í mánuðinum. Bankinn hefur hins vegar ekkert látið upp um það hvort hann lækki stýrivexti, sem staðið hafa í 5,25 prósentum síðan í júní í fyrra. Wall Street Journal bendir sömuleiðis á að Bernanke vilji breyta ímynd bankans á þá lund að fjármálafyrirtæki líti ekki á hann sem stuðpúða, sem komi fyrirtækjum til hjálpar með jafn áhrifamiklum hætti og með lækkun stýrivaxta. Ýjað hefur verið að því að Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóri, hafi sagt á fundi með þýska bankanum Deutsche Bank fyrir nokkru að hann hefði brugðist við þrengingum á fjármálamarkaði með lækkun stýrivaxta. Greenspan hefur hins vegar neitað því og aldrei sagst hafa tjáð sig um málið með þessum hætti. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Seðlabanki Bandaríkjanna ætlar ekki að hlaupa til og lækka stýrivexti. Bankinn vill að fjármálafyrirtæki líti ekki svo á að bankinn eigi að hjálpa fyrirtækjunum úr þeim vanda sem þau hafi komið sér sjálf í. Þetta segir bandaríska dagblaðið Wall Street Journal í dag. Blaðið bendir á að Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóri og forveri Ben Bernankes, hafi brugðist við viðlíka hræringum með vaxtalækkun. Seðlabankinn hefur brugðist við með ýmsum hætti, svosem með því að dæla fjármagni inn í efnahagslífið og lækka daglánavexti fyrr í mánuðinum. Bankinn hefur hins vegar ekkert látið upp um það hvort hann lækki stýrivexti, sem staðið hafa í 5,25 prósentum síðan í júní í fyrra. Wall Street Journal bendir sömuleiðis á að Bernanke vilji breyta ímynd bankans á þá lund að fjármálafyrirtæki líti ekki á hann sem stuðpúða, sem komi fyrirtækjum til hjálpar með jafn áhrifamiklum hætti og með lækkun stýrivaxta. Ýjað hefur verið að því að Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóri, hafi sagt á fundi með þýska bankanum Deutsche Bank fyrir nokkru að hann hefði brugðist við þrengingum á fjármálamarkaði með lækkun stýrivaxta. Greenspan hefur hins vegar neitað því og aldrei sagst hafa tjáð sig um málið með þessum hætti.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent