Viðskipti erlent

Nýr stjóri yfir bjórbrugginu

Jørgen Buhl Rasmussen hefur ráðinn forstjóri danska bjórframleiðandans Carlsberg. Hann tekur við af Nils Smedegaard Andersen í byrjun næsta mánaðar en í júní var Andersen ráðinn yfir danska skiparisanum A.P. Möller-Mærsk, eins stærsta skipafélags í heimi. Jess Søderberg, fráfarandi forstjóri skipafélagsins, ætlar hins vegar að setjast í helgan stein.

Rasmussen hefur frá síðasta ári stýrt Carlsberg í Rússlandi og A-Evrópu.

Að sögn Berlingske Tidende komu fimm til greina sem eftirmenn Andersens.

Carlsberg hefur átt góðu gengi að fagna síðustu ár, ekki síst á síðustu tveimur árum. Á sama tíma hefur afkoma Mærsk hins vegar dregist saman, meðal annars vegna aukins kostnaðar í skipaflutningum.

Bandaríska fréttaveitan Bloomberg hefur eftir greinendum í Kaupmannahöfn þegar Andersen var ráðinn til starfa að þeir undruðust valið. Hann kæmi úr smásöluverslun og hefði litla reynslu af rekstri fyrirtækja á borð við A.P. Möller-Mærsk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×