Líkur á óbreyttum stýrivöxtum í Evrópu 6. september 2007 09:23 Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri evrópska seðlabankans, sem reiknað er með að haldi stýrivöxtum óbreyttum í dag. Mynd/AFP Vaxtaákvörðunardagur er hjá Englandsbanka í Bretlandi og evrópska seðlabankanum í dag. Greinendur gera fastlega ráð fyrir því að vextir verði óbreyttir í skugga hræringa á fjármálamörkuðum. Seðlabankinn hér á landi, í Brasilíu, Kanada og Ástralíu hafa allir haldið stýrivöxtum óbreyttum. Líkur eru hins vegar á stýrivaxtalækkun í Bandaríkjunum. Greinendur höfðu margir hverjir reiknað með að evrópski seðlabankinn myndi hækka stýrivexti um 25 punkta og færa þá í 4,25 prósent í dag. En í skugga óróleika á fjármálamörkuðum í kjölfar mikillar vanskilaaukningar á annars flokks fasteignalánum í Bandaríkjunum á vordögum og hættu á lausafjárskorti fjármálafyrirtækja víða um heim séu meiri líkur en minni að bankinn ákveði að setja hækkun á salt að sinni,, að sögn breska ríkisútvarpsins. Á sama tíma hefur hins vegar dregið úr verðbólgu á evrusvæðinu og mældist hún 1,8 prósent í júlí samanborið við 1,9 prósent í mánuðinum á undan.Sömu sögu er að segja um Englandsbanka, sem reiknað er með að haldi stýrivöxtum óbreyttum í 5,75 prósentum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Vaxtaákvörðunardagur er hjá Englandsbanka í Bretlandi og evrópska seðlabankanum í dag. Greinendur gera fastlega ráð fyrir því að vextir verði óbreyttir í skugga hræringa á fjármálamörkuðum. Seðlabankinn hér á landi, í Brasilíu, Kanada og Ástralíu hafa allir haldið stýrivöxtum óbreyttum. Líkur eru hins vegar á stýrivaxtalækkun í Bandaríkjunum. Greinendur höfðu margir hverjir reiknað með að evrópski seðlabankinn myndi hækka stýrivexti um 25 punkta og færa þá í 4,25 prósent í dag. En í skugga óróleika á fjármálamörkuðum í kjölfar mikillar vanskilaaukningar á annars flokks fasteignalánum í Bandaríkjunum á vordögum og hættu á lausafjárskorti fjármálafyrirtækja víða um heim séu meiri líkur en minni að bankinn ákveði að setja hækkun á salt að sinni,, að sögn breska ríkisútvarpsins. Á sama tíma hefur hins vegar dregið úr verðbólgu á evrusvæðinu og mældist hún 1,8 prósent í júlí samanborið við 1,9 prósent í mánuðinum á undan.Sömu sögu er að segja um Englandsbanka, sem reiknað er með að haldi stýrivöxtum óbreyttum í 5,75 prósentum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira