Tekjur Alcoa undir væntingum 10. október 2007 12:52 Alain Belda, forstjóri Alcoa. Hann segir tekjur fyrirtækisins hafa minnkað vegna lægra álverðs á þriðja ársfjórðungi. Mynd/AFP Bandaríski álrisinn Alcoa, sem meðal annars rekur álverið í Reyðarfirði, hagnaðist um 555 milljónir bandaríkjadala, rúma 33,7 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi samanborið við 537 milljónir á sama tíma í fyrra. Þetta er 3,4 prósenta aukning á milli ára. Alcoa birti uppgjörstölur sínar í gær en er líkt og fyrri ár fyrsta bandaríska stórfyrirtækið til að birta þær sitt á fjórðungnum. Alain Belda, forstjóri Alcoa, segir í samtali við bandaríska dagblaðið Wall Street Journal, að þótt álverð hafi verið hærra frá síðasta ári þá hafi það lækkað á fjórðungnum samhliða lægra gengi bandaríkjadals gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Það hafi skilað sér í minni tekjum af reglulegri starfsemi á tímabilinu. Auknar tekjur eru hins vegar tilkomnar vegna sölu fyrirtækisins á sjö prósenta hlut sínum í kínversku álfyrirtæki en gjörningurinn skilaði 7,4 milljónum dala í kassa Alcoa. Tekjurnar námu 7,4 milljörðum dala sem er 3,2 prósenta samdráttur á milli ára. Það er undir væntingum greinenda, sem höfðu gert ráð fyrir því að tekjurnar myndu aukast á milli ára. Greinendur lækkuðu reynar afkomuspá sína fyrir Alco nokkru fyrir birtingu afkomutalnanna en reiknað er með að lausafjárskrísan frá í enda sumars seti mark sitt á afkomu fjölda fyrirtækja víða um heim á fjórðungnum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríski álrisinn Alcoa, sem meðal annars rekur álverið í Reyðarfirði, hagnaðist um 555 milljónir bandaríkjadala, rúma 33,7 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi samanborið við 537 milljónir á sama tíma í fyrra. Þetta er 3,4 prósenta aukning á milli ára. Alcoa birti uppgjörstölur sínar í gær en er líkt og fyrri ár fyrsta bandaríska stórfyrirtækið til að birta þær sitt á fjórðungnum. Alain Belda, forstjóri Alcoa, segir í samtali við bandaríska dagblaðið Wall Street Journal, að þótt álverð hafi verið hærra frá síðasta ári þá hafi það lækkað á fjórðungnum samhliða lægra gengi bandaríkjadals gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Það hafi skilað sér í minni tekjum af reglulegri starfsemi á tímabilinu. Auknar tekjur eru hins vegar tilkomnar vegna sölu fyrirtækisins á sjö prósenta hlut sínum í kínversku álfyrirtæki en gjörningurinn skilaði 7,4 milljónum dala í kassa Alcoa. Tekjurnar námu 7,4 milljörðum dala sem er 3,2 prósenta samdráttur á milli ára. Það er undir væntingum greinenda, sem höfðu gert ráð fyrir því að tekjurnar myndu aukast á milli ára. Greinendur lækkuðu reynar afkomuspá sína fyrir Alco nokkru fyrir birtingu afkomutalnanna en reiknað er með að lausafjárskrísan frá í enda sumars seti mark sitt á afkomu fjölda fyrirtækja víða um heim á fjórðungnum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent