Slæmur fjórðungur hjá Investor AB 11. október 2007 17:12 Stjórnarmenn í Scania, sem fjárfestingasjóður Wallenberger-fjölskyldunnar á hlut í. Mynd/AFP Investor AB, fjárfestingaarmur sænsku Wallenberger-fjölskyldunnar, tapaði 7,82 milljörðum sænskra króna, jafnvirði 73,4 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi samanborið við 8,92 milljarða sænskra króna hagnað á sama tíma í fyrra. Afkoma sjóðsins hefur aldrei verið verri. Borje Ekholm, forstjóri Investor AB, segir skellinn áhrif af óróleika á fjármálamörkuðum sem hafi lokað dyrum margra fjármálafyrirtækja að fjármagni. Hann tekur þó fram að þrátt fyrir að áhrifa lausafjárkrísunnar muni gæta í nokkurn tíma, ekki síst í bókum fjármálafyrirtækja, þá séu stoðir þeirra sterkar. Stærstu eignir Investor AB liggja víða í sænskum stórfyrirtækjaskógi, svo sem í lyfjarisanum AstraZenece, Electrolux, Scania, Saab og Ericson auk rúmlega 10 prósenta hlutar í samnorrænu kauphallarsamstæðunni OMX og er auk þess stærsti hluthafinn í Skandinaviska Enskilda Banken (SEB). Heildareignir nema 174,6 milljörðum sænskra króna, jafnvirði tæpra 1.640 milljarða íslenskra króna. Erlent Viðskipti Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Investor AB, fjárfestingaarmur sænsku Wallenberger-fjölskyldunnar, tapaði 7,82 milljörðum sænskra króna, jafnvirði 73,4 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi samanborið við 8,92 milljarða sænskra króna hagnað á sama tíma í fyrra. Afkoma sjóðsins hefur aldrei verið verri. Borje Ekholm, forstjóri Investor AB, segir skellinn áhrif af óróleika á fjármálamörkuðum sem hafi lokað dyrum margra fjármálafyrirtækja að fjármagni. Hann tekur þó fram að þrátt fyrir að áhrifa lausafjárkrísunnar muni gæta í nokkurn tíma, ekki síst í bókum fjármálafyrirtækja, þá séu stoðir þeirra sterkar. Stærstu eignir Investor AB liggja víða í sænskum stórfyrirtækjaskógi, svo sem í lyfjarisanum AstraZenece, Electrolux, Scania, Saab og Ericson auk rúmlega 10 prósenta hlutar í samnorrænu kauphallarsamstæðunni OMX og er auk þess stærsti hluthafinn í Skandinaviska Enskilda Banken (SEB). Heildareignir nema 174,6 milljörðum sænskra króna, jafnvirði tæpra 1.640 milljarða íslenskra króna.
Erlent Viðskipti Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira