Gengi hlutabréfa í finnska farsímaframleiðandanum Nokia stökk upp um 7,5 prósent á hlutabréfamörkuðum í dag eftir að fyrirtækið birti afkomutölur sínar fyrir þriðja ársfjórðung.
Gengið dalaði nokkuð eftir því sem á leið daginn og nemur hækkunin nú um fjórum prósentum.
Hagnaður Nokia, sem er umsvifamesti farsímaframleiðandi í heimi, nam 1,56 milljörðum evra, jafnvirði um 134 milljörðum íslenskra króna, á tímabilinu samanborið við 845 milljónir evra á sama tíma í fyrra. Þetta er 85 prósenta aukning á milli ára sem er talsvert yfir væntingum markaðsaðilaí könnun fréttaveitunnar Bloomberg, sem hefur eftir greinanda hjá Glitni í Finnlandi að sala á tiltölulega ódýrum farsímum undir merkjum Nokia hafi verið með eindæmum góð á tímabilinu.