Afkoma Apple langt umfram væntingar 22. október 2007 21:01 Steve Jobs, stofnandi og forstjóri Apple, sem skilaði betri afkomu en flestir höfðu reiknað með á síðasta fjórðungi. Mynd/AFP Bandaríski tölvu- og hugbúnaðarframleiðandinn Apple hagnaðist um 904 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 55,7 milljarða íslenskra króna, á þriðja fjórðungi, sem er fjórði fjórðungur félagsins, samanborið við 542 milljónir dala á sama tíma í fyrra. Þetta er 67 prósenta aukning á milli ára og langt umfram spár fjármálasérfræðinga. Mestu munar um geysimikla eftirspurn eftir tölvum undir merkjum Apple, margmiðlunarfarsímum fyrirtækisins og fleiri gerðum af iPod-spilurum, sem hafa skilað félaginu miklum tekjum. Hagnaðurinn nam 1,01 dal á hlut samanborið við 62 sent í fyrra. Fjármálasérfræðingar höfðu hins vegar reiknað með 82 sentum á hlut og því ljós að afkoman er talsvert yfir væntingum. Þá námu sölutekjur 6,22 millörðum dala, sem er 29 prósentum meira en í fyrra. Samkvæmt upplýsingum fréttaveitunnar Bloomberg seldi Apple 2,16 milljónum Makka-tölvur og 10,2 milljónir iPod-spilara. Sala á nýja iPhone-símanum fór hins vegar langt framúr væntingum stjórnenda Apple. Steve Jobs, forstjóri fyrirtækisins, hafði reiknað með að selja allt að 730 þúsund síma á fjórðungnum en raunin varð hins vegar sú að 1,12 milljón stykki skiptu um hendur. Gengi hlutabréfa í Apple hækkaði um 2,3 prósent á hlut undir lok viðskipta á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag. Gengið stendur nú í 174,36 dölum á hlut og hefur tvöfaldast í verði frá áramótum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Bandaríski tölvu- og hugbúnaðarframleiðandinn Apple hagnaðist um 904 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 55,7 milljarða íslenskra króna, á þriðja fjórðungi, sem er fjórði fjórðungur félagsins, samanborið við 542 milljónir dala á sama tíma í fyrra. Þetta er 67 prósenta aukning á milli ára og langt umfram spár fjármálasérfræðinga. Mestu munar um geysimikla eftirspurn eftir tölvum undir merkjum Apple, margmiðlunarfarsímum fyrirtækisins og fleiri gerðum af iPod-spilurum, sem hafa skilað félaginu miklum tekjum. Hagnaðurinn nam 1,01 dal á hlut samanborið við 62 sent í fyrra. Fjármálasérfræðingar höfðu hins vegar reiknað með 82 sentum á hlut og því ljós að afkoman er talsvert yfir væntingum. Þá námu sölutekjur 6,22 millörðum dala, sem er 29 prósentum meira en í fyrra. Samkvæmt upplýsingum fréttaveitunnar Bloomberg seldi Apple 2,16 milljónum Makka-tölvur og 10,2 milljónir iPod-spilara. Sala á nýja iPhone-símanum fór hins vegar langt framúr væntingum stjórnenda Apple. Steve Jobs, forstjóri fyrirtækisins, hafði reiknað með að selja allt að 730 þúsund síma á fjórðungnum en raunin varð hins vegar sú að 1,12 milljón stykki skiptu um hendur. Gengi hlutabréfa í Apple hækkaði um 2,3 prósent á hlut undir lok viðskipta á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag. Gengið stendur nú í 174,36 dölum á hlut og hefur tvöfaldast í verði frá áramótum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira