Viðskipti erlent

Sala á nýjum fasteignum dregst saman í BNA

Bandarískt hús í Bandaríkjunum, sem gengur illa að selja.
Bandarískt hús í Bandaríkjunum, sem gengur illa að selja. Mynd/AFP

Sala á nýjum fasteignum dróst saman um 23 prósent á milli ára í Bandaríkjunum í september, samkvæmt nýjum gögnum bandaríska viðskiptaráðuneytisins.

Samkvæmt gögnunum seldust 770 þúsund fasteignir í mánuðinum. Í gær var svo greint frá því að sala á eldra húsnæði hefði dregist saman um átta prósent á milli mánaða í september en það þykir vísbending um að samdráttarskeið sé yfirvofandi í Bandaríkjunum.

Fjármálasérfræðingar vestanhafs segja þessar upplýsingar auka enn frekar líkurnar á því að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti á næsta vaxtaákvörðunarfundi sínum í næstu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×