Fjárfestar bíða stýrivaxtadags 29. október 2007 21:38 Fjárfestar í Bandaríkjunum bíða nú óþreyjufullir eftir niðurstöðu vaxtaákvörðunarfundar bankastjórnar bandaríska seðlabankans, sem verður gerð opinber á miðvikudag. Mynd/AP Gengi helstu hlutabréfavísitalna hækkaði við lokun hlutabréfamarkaða í Bandaríkjunum í dag. Fjármálaskýrendur höfðu gert ráð fyrir mikilli hækkun enda vaxtaákvörðunardagur vestanhafs á miðvikudag. Nokkurrar spennu gætir á meðal fjárfesta. Flestir gera ráð fyrir að bankastjórn bandaríska seðlabankans, sem hefur tveggja daga vaxtaákvörðunarfund sinn á morgun, muni ákveða að lækka stýrivexti um 25 til 50 punkta. Flestir reikna með 25 punkta lækkun. Gangi það eftir fara stýrivextir úr 4,75 prósentum í 4,5 prósent. Aðrir benda á að seðlabankinn gæti komið á óvart líkt og fyrir mánuði og lækkað stýrivexti um allt að 50 punkta vegna aðstæðna í efnahagslífinu sem óttast er að geti dregið úr hagvexti. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,45 prósent og stendur hún í 13.870,265 stigum. Nasdaq-vísitalan hækkaði um 0,47 prósent og endaði í 2.817,44 stigum. Á sama tíma lækkaði Úrvalsvísitalan um 0,47 prósent í Kauphöllinni hér en vísitalan stendur í 8.163 stigum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi helstu hlutabréfavísitalna hækkaði við lokun hlutabréfamarkaða í Bandaríkjunum í dag. Fjármálaskýrendur höfðu gert ráð fyrir mikilli hækkun enda vaxtaákvörðunardagur vestanhafs á miðvikudag. Nokkurrar spennu gætir á meðal fjárfesta. Flestir gera ráð fyrir að bankastjórn bandaríska seðlabankans, sem hefur tveggja daga vaxtaákvörðunarfund sinn á morgun, muni ákveða að lækka stýrivexti um 25 til 50 punkta. Flestir reikna með 25 punkta lækkun. Gangi það eftir fara stýrivextir úr 4,75 prósentum í 4,5 prósent. Aðrir benda á að seðlabankinn gæti komið á óvart líkt og fyrir mánuði og lækkað stýrivexti um allt að 50 punkta vegna aðstæðna í efnahagslífinu sem óttast er að geti dregið úr hagvexti. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,45 prósent og stendur hún í 13.870,265 stigum. Nasdaq-vísitalan hækkaði um 0,47 prósent og endaði í 2.817,44 stigum. Á sama tíma lækkaði Úrvalsvísitalan um 0,47 prósent í Kauphöllinni hér en vísitalan stendur í 8.163 stigum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira