Körfubolti

Fjárfestar í Seattle vilja kaupa Sonics

Stuðningsmenn Sonics láta í ljós óskir sínar um að liðinu verði haldið í Seattle
Stuðningsmenn Sonics láta í ljós óskir sínar um að liðinu verði haldið í Seattle NordicPhotos/GettyImages

Hópur fjárfesta í Seattle gaf það út í dag að þeir hefðu í huga að kaupa NBA lið Seattle Supersonics af núverandi eiganda Clay Bennett, með það fyrir augum að halda liðinu í borginni. Fátt bendir til annars en að Bennett flytji liðið til heimaborgar sinnar Oklahoma.

Bennet keypti Sonics af kaffimógúlnum Howard Schultz, eiganda Starbucks-keðjunnar, fyrir 350 milljónir dollara í fyrra. Schultz keypti félagið á 200 milljónir árið 2001.

Ekkert hefur verið gefið upp um hverjir þessir nýju fjárfestar eru en það er viðskiptamaðurinn Dennis H. Daugs sem er í forsvari fyrir hópinn. Daugs átti áður lítinn hlut í félaginu.

Bennett hefur reyndar gefið það út að Sonics sé alls ekki til sölu og ekkert virðist enn geta komið í veg fyrir að þetta elsta atvinnulið í borginni flytji þaðan. Helsta ástæðan er sú að enn hefur ekki tekist að afla fjármagns til að reisa liði Sonics nýjan heimavöll.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×